fbpx

Spænska (A1)

Þú ert á réttum stað

Viltu læra spænsku?

Ef þú vilt ná góðum grunni í spænsku þá er þetta spænskunámskeið fyrir þig. Námskeiðið höfðar til byrjenda og einnig til þeirra sem hafa lært spænsku, kannski fyrir nokkrum árum og farnir að ryðga aðeins í henni.

📅 Tímabil: 2. október – lok maí.

🔴⏳ Skráningu lýkur: 29. september.

Kennsludagar: Mánudagar, miðvikudagar, fimmtudagar.

🕕 Tími: 18:05-19:35.

📌 Staðsetning: Í Fjölbrautaskólanum við Ármúla (108 Reykjavík).

Fjöldi þátttakenda: 10 (10 er lágmarksþátttaka til að námskeiðið sé kennt). Fyrstir koma, fyrstir fá. Frestaðu þessu ekki og fáðu námskeiðið á lægra verði 😊.

Markmið

Markmið þessa námskeiðs er að þú öðlist spænskukunnáttu sem samsvarar A1 stiginu. Hinn samevrópski viðmiðunarrammi tungumála fyrir erlend tungumál skiptir kunnáttu tungumála í sex stig (A1, A2, B1, B2, C1 og C2). A1 og A2 eru byrjendastigin (lágmarkskunnátta, en láttu heitið ekki blekkja þig, þessi stig eru mjög mikilvæg, þau eru grunnur kastalans 🏯). B1 og B2 eru fyrir sjálfstæða notendur tungumálsins. C1 og C2 eru fyrir færa notendur.

Nemandi sem hefur náð góðum tökum á A1 stiginu:

 • Hlustun 👂: Ég get skilið algeng orð og einfaldar setningar um sjálfa(n) mig, fjölskyldu mína og nánasta umhverfi þegar fólk talar hægt og skýrt.
 • Lestur 📗: Ég get lesið kunnugleg nöfn, orð og mjög einfaldar setningar, t.d. á skiltum og veggspjöldum eða í bæklingum.
 • Samræður 👨‍🎓👩‍🎓: Ég get tekið þátt í einföldum samræðum ef hinn aðilinn er reiðubúinn að endurtaka eða umorða hluti hægt og hjálpa mér að koma orðum að því sem ég er að reyna að segja. Ég get spurt og svarað einföldum, algengum spurningum og spurningum um kunnug málefni.
 • Talmál 📣: Ég get notað einföld orðasambönd og setningar til þess að segja frá búsetu minni og fólki sem ég þekki.
 • Skriftir 📝: Ég get skrifað stutt, einfalt póstkort, t.d. sent stuttar kveðjur úr fríi. Ég get fyllt út eyðublöð með persónulegum upplýsingum eins og nafni, þjóðerni og heimilisfangi á skráningareyðublöðum hótela.

Af hverju að velja þetta spænskunámskeið?

Þetta námskeið er hannað eftir kennsluaðferðum og efni sem kennt er fólki sem flytur til Spánar.

En þú þarft ekki að flytja til Spánar eða annars spænskumælandi lands til að byrja að læra tungumálið. Stundum er kostur að læra tungumálið í sínu heimalandi á meðan þú getur haldið áfram vinnu þinni eða námi.

Ég skipulagði þetta námskeið á skilvirkan hátt því ég hef oft orðið vitni af því að fólk eyðir dýrmætum tíma (og tími er líka peningar) sínum í að læra eftir aðferðum sem gagnast þeim ekki (og nánast engum nemendum).

Til þess að geta haldið því fram að maður kunni spænsku þarf að hafa traustan grunn í tungumálinu.

Mörg námskeið eru oft of stutt og þess vegna nær maður ekki fullkomlegum skilningi á því sem maður lærir. Lærdómurinn er því yfirborðskenndur.

Þetta námskeið er hannað fyrir fólk sem hefur ekki mikinn tíma, þ.e.a.s., fólk sem vill koma þrisvar í viku í kennslustund en utan þess tíma hefur kannski ekki mikinn tíma til að vinna meira í náminu. Hugsaðu þetta þannig að þú sért að læra og æfa þig í spænsku eins og að fara í ræktina ásamt velvöldum hópi.

Kennarinn

Ég heiti Fernán González Domingo og er kennarinn á þessu námskeið. Ég lauk kennaranámi á Spáni og með sérhæfingu í kennslu erlendra tungumála. Ég fékk vottun frá Menntamálaráðuneytinu til að geta notað starfsheitið grunnskólakennari á Íslandi árið 2008. Ég er einnig með B.A. í íslensku sem öðru máli og M.A. í millimenningasamskiptum, túlkun og þýðingum í opinberri þjónustu. Ég stunda þýðingar og túlkun ásamt kennslu. Ég hef margra ára reynslu við kennslu erlendra tungumála (ensku, íslensku og spænsku). Menntun mín og reynsla hefur nánast alltaf verið í tengslum við tungumálageirann.

Hvað gerir mig ólíkan öðrum innfæddum spænskukennurum? Ég lærði íslensku sem fullorðinn einstaklingur og get því hjálpað þér að skilja efnið hraðar. Ég get einnig notað samlíkingar með íslensku sem ég gæti ekki ef ég talaði aðeins spænsku eða ensku. Ég lærði líka ensku þrátt fyrir lítil kynni af henni á Spáni en Spánverjar kynnast ensku lítið í daglegu lífi. Þar af leiðandi veit ég hvernig er best að læra nýtt tungumál þó svo að aðstæður séu ekki þær bestu og enn þá mikilvægara: ég hef upplifað það af eigin reynslu. Margir innfæddir spænskukennarar eru eintyngdir. Aðrir kunna einhverja ensku en hafa léleg tök á henni. Mjög fáir hafa tekist á við tungumál á erfiðara stigi. Af hverju myndirðu vilja fá kennslu frá einhverjum sem hefur ekki sannað það sem hann kennir?

Spænskan sem ég tala er spænska frá Spáni en þú munt líka kynnast spænsku annarra landa (577 miljónir manns tala spænsku, þar af eru 480 innfæddir mælendur).

Í gegnum árin hef ég tekið eftir nemendum sem láta blekkjast af stuttum námskeiðum í gegnum auglýsingar og leiðum til að læra tungumál hraðar, eins og smáforrit eða stutt námskeið. Þetta virkar allt í sjálfu sér en aðeins samhliða góðu námskeiði sem kennir grunninn í tungumálinu.

Þetta er svolítið eins og þegar maður sér auglýsingar í sjónvarpinu um tæki til að fá six-pack án þess að æfa. Enginn með six-pack notar þessi tæki, eða ekki eingöngu allavega. Þessar “tískuvörur” eru ekki alltaf skilvirkar og oft hafa þau neikvæð áhrif ef eitthvað er því þú eyðir tíma þínum í að láta þig dreyma um eitthvað sem verður aldrei að veruleika, í staðinn fyrir að gera eitthvað markvisst til þess að ná markmiðum þínum: að lesa, skilja, skrifa og tala spænsku.

Skýr framburður

Ég legg mikla áherslu á framburð. Þetta er oft ekkert mál hjá Íslendingum, en framburður er grunnatriði svo að önnur manneskja skilji þig. Þú þarft ekki að tala eins og innfæddur (en ég þekki nokkra Íslendinga sem gera það); það er aðeins nauðsynlegt að spænska þín sé skýr. Að bæta framburðinn þinn hjálpar þér einnig að skilja aðra. Sem bónus, þá muntu læra mikið um framburð á spænsku og þú munt skilja af hverju þú berð orðin fram eins og þú gerir.

Gjald

Námskeiðið er 3x í viku frá byrjun október til lok maí (ekki kennt á dögum þegar FÁ er lokað). Námskeiðið kostar 99.999 en það er 13.000 kr. afsláttur fyrir þá sem skrá sig og borga fyrir 27. september: 86.999 kr.

📚 Bækur: Bækurnar eru innifaldar í gjaldinu.

ℹ Allir starfsmenn á Íslandi eru í stéttarfélagi og flest stéttarfélög bjóða upp á endurgreiðslu af hluta námskeiðsgjalds. Fáðu upplýsingar hjá stéttarfélaginu þínu og kynntu þér aðstæður þínar og hversu mikið þú getur fengið til baka áður en þú skráir þig á námskeiðið. Fræðslustyrkir geta verið allt að 75% af gjaldinu sem gerir það að verkum að námskeiðið er hagkvæmt og upphæðin er þá ekki hindrun til að læra spænsku. Ef þú býrð í öðru landi hafðu þá samband við stéttarfélagið þitt eða aðra stofnun þar. Það er mögulegt að þú gætir fengið einhvern styrk.

Ef Vinnumálastofnun telur að þetta námskeið sé gagnlegt fyrir þig í atvinnuskyni gætir þú líka fengið endurgreitt frá þeim (50 % af heildargjaldi námskeiðs), árlegt hámark er 70.000 kr. Spurðu ráðgjafa VMST hvort þú hafir rétt á slíku. Vinnumálastofnun heimilar þar að auki endurgreiðslur frá stéttarfélaginu, þannig að námskeiðið gæti verið ókeypis fyrir þig. Endilega hafðu samband við stéttarfélagið þitt til að vita hvort þetta sé hægt og hvaða möguleikar eru fyrir hendi.

Skilmálar

 1. Nemendur borga námskeiðið fyrirfram og greiðsla staðfestir plássið þitt á námskeiðinu. Nemendur fá reikning sendan á netfangið sitt sem gildir sem kvittun fyrir greiðslunni. Fyrstir koma, fyrstir fá. Lágmarksþátttaka er 10 nemendur. Ef það eru færri nemendur (sem hafa borgað) mun námskeiðið ekki verða haldið og nemendur munu fá endurgreitt.
 2. Þegar nemendur hafa borgað og lágmarksfjölda er náð er gjaldið ekki endurgreitt vegna kostnaðar við námskeiðið. Aðeins er hægt að fá endurgreitt ef annar nemandi á biðlista vill taka tiltekið pláss. Ef námskeiðið er byrjað verður endurgreiðsla hlutfallsleg miðað við ónýttan hluta námskeiðsins og aðeins ef að annar nemandi kemur í staðinn.
 3. Þetta námskeið er háð þátttöku annarra nemenda. Þess vegna er mælt með að nemendur skipuleggi ekki (eða hætti við) áætlanir sínar vegna væntinga um að námskeiðið verði kennt. Þegar námskeiðið er 100% staðfest (þegar 10 nemendur hafa skráð sig og borgað) færðu tölvupóst með staðfestingu. Skipuleggjandi námskeiðsins ber ekki ábyrgð á tjóni eða glötuðum tækifærum fólks sem breytir áætlun sinni vegna þessa námskeiðs, sem krefst lágmarks þátttöku. Þvert á móti, þá er verið að bjóða nemandanum upp á hagkvæma tillögu til að læra spænsku í hópi með íslenskumælandi kennara.
 4. Kennari á námskeiðinu er Fernán González Domingo, en ef til veikinda kemur eða vegna persónulegra ástæðna mun annar kennari hlaupa í skarðið fyrir hann í þeim tilvikum. Ef kennari finnst ekki og námskeiðið dregst lengur en áætlað er vegna tapaðra kennslustunda, mun Fernán González Domingo reyna að finna lausn og taka tillit til þess tíma sem nemendur hafa til að vinna upp þá tíma sem voru felldir niður.
 5. Umgengisreglur: Af tillitssemi við samnemendur þína og kennarann þinn er beðið um að viðeigandi hegðun eigi sér stað í kennslustofunni svo að allir geti nýtt sér þetta námskeið vel.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, máttu endilega hafa samband við mig í gegnum tölvupóst eða Messenger.

Vertu með

  Greiðslumáti:

  🌍 Þetta námskeið er kennt á íslensku. Hins vegar, ef það hafa ekki skráð sig nógu margir nemendur þegar skráningu lýkur (29. september), þá er möguleiki á því að námskeiðið verði í boði fyrir enskumælandi nemendur og þá yrði námskeiðið kennt á ensku. Viltu taka þátt í slíku námskeiði?
  Nei

  GRUNDVALLARATRIÐI VARÐANDI UPPLÝSINGAVERND

  ÁBYRÐARAÐILI: Fernán González Domingo (Fernán González)

  TILGANGUR: Framkvæmd/gerð samnings- Samþykki hlutaðeigandi aðila.

  LÖGGILDING: Samþykki hlutaðeigandi aðila.

  AFHENDINGARAÐILI: Ekki verður afsalað til þriðja aðila nema lög krefji/skyldi.

  RÉTTINDI: Hægt er á hverjum tíma að nýta sér rétt til aðgangs til að lagfæra, afnema, hefta, andæfa og annar réttur sem er lögbundinn með því að fara á tölfunetfangið: fernan@fernan.eu.

  AÐRAR UPPLÝSINGAR: Hægt er að skoða fleiri upplýsingar og ýtarlegri varðandi upplýsingavernd hér.

   

  Tryggðu þér pláss núna

  Ef þú vilt borga með korti, ýttu þá á takkann hér fyrir neðan. Ef þú hefur sótt um að borga með bankakröfu verður hún send í heimabankanum þinn innan 72 klst.

  Verð: 99.999 kr.

  Þeir sem eru fyrstir að grípa tækifærið og borga fyrir 27. september: 86.999 kr.

  Borga með korti

  Do NOT follow this link or you will be banned from the site!