fbpx

Spænskutímar á netinu

Fernán González spænskukennariNýttu þér möguleika Internetsins til að læra spænsku heima eða hvar sem þú vilt. Ég býð tíma fyrir öll stig frá byrjandum til framhaldsstiga. Kostirnir eru tvíþættir:

 • Persónulegir tímar
 • Talæfingar við innfæddan spænskukennara

Af því að þetta eru persónulegir tímar þá munt þú geta nýtt tímann til fulls til að fá svör við spurningum þínum.

Athugaðu að tungumálanám er einstaklingsferli, svo það er miklu gagnlegra að hafa aðgang að kennara sem aðlagar æfingarnar og námið að getustigi þínu en ekki að hópi fólks með ólíka tungumálagetu. Enginn getur lært tungumál fyrir þig, lærdómurinn á sér stað þegar hver og einn tekur ábyrgð á eigin námi. Ég mun leiða þig í námi þínu svo að þú takir framförum, með því að hjálpa þér að sigrast á mögulegum hindrunum sem þú gætir mætt á leiðinni og sýna þér hvert þú getur farið næst.

Gagnstætt því sem margir trúa þá getur þú lært tungumál á hvaða aldri sem er. Ég hef verið með nemendur úr öldungadeild sem hafa náð miklu meiri árangri í spænskunámi en margir ungir nemendur (16-20 ára). Áhugi minn er ekki að halda þér á þessari vefsíðu, ég vil kenna þér að læra sjálf(ur) og sýna þér hvar er hægt að finna námsgögn. Auk þess hefur þú allan tímann tækifæri til að tala spænsku við mig til að æfa þig og ef þú þarft einhverja skýringu á öðru tungumáli get ég svarað spurningum þínum á íslensku.

Algjörlega persónulegt ferli

Í upphafi metum við getustig þitt í spænsku og við munum setja saman markmið til að vinna að. Áætlunin er lifandi og hægt að gera endurmat og breytingar á henni í samræmi við hraða þinn og þarfir.

Leiðbeinandinn

Fernán González (Burgos, Spánn). Ég lauk háskólaprófi í kennslufræði, sérhæft í kennslu erlendra tungumála og hef kennt spænsku á Íslandi á framhaldsskólastigi og í kvöldskóla, þá aðallega fullorðnum. Ég hef einnig kennt ensku, spænsku og íslensku á staðnum auk annarra námsgreina fyrir börn, unglinga og fullorðna. Til viðbótar við kennslureynsluna er ég með reynslu af ritstjórn og birtingu tungumálakennsluefnis á netinu í Tungumálatorgsverkefninu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Tæknilegar kröfur

Tímarnir krefjast tölvu eða spjaldtölvu með nettengingu (breiðband) og möguleika á að nota heyrnartól, hljóðnema og vefmyndavél (valfrjálst).

Verð

Tíminn kostar 8.000 kr stendur í 60 mínútur, en það er tilboð núna á 7.000 kr. Hægt er að panta 30-mínútna tíma á 4.000 kr (3.500 kr. með tilboðinu). Tíma má bóka með allt að eins mánuða fyrirvara. Greitt er fyrir tímann fyrirfram með korti (Valitor), bankakröfu eða PayPal í evrum. Ef þú afpantar með a.m.k. 24 klukkustunda fyrirvara, verður endurgreitt 100% af verði tímans.

  Bóka tíma


  Ég mun staðfesta tímann eða við getum fundið annan tíma saman innan 24 klst. á virkum dögum ef það væri ekki hægt.

  Nafn þitt (skylda)

  Netfang þitt (skylda)

  Dagsetning tímans (frá mánudegi til föstudags): Dæmi: 25/10

  Tími fyrir tímann:
  Dæmi: 11 f.h.

  Hafðu í huga að tíminn sem þú bókar fyrir er tíminn á Spáni (Madríd). Þú getur notað þessa vefsíðu til að vita hvað klukkan er í Madríd á tímanum sem þér hentar vel á staðsetningu þinni.

  Net fyrir tímann:

  FacebookGoogle TalkGoogle+ HangoutsSkypeWindows Live Messenger

  Notandanafn á valna netinu:

  Athugasemdir:

  Í samræmi við ákvæði spænskra laga nr 15/1999, um verndun persónuupplýsinga, ert þú upplýst(ur) og samþykkir af ásettu ráði að persónuupplýsingar þínar verða í skrá Fernán González, búsettur í Burgos (Spáni), til að gera honum kleift að vinna með þær, rafrænt eða á annan hátt, til að veita þá þjónustu sem í boði er á þessari vefsíðu, að þú samþykkir að slík gögn má senda í áðurgreindum tilgangi til annarra aðila. Sömuleiðis er greint frá því að þú getur nýtt réttindi til aðgangs, leiðréttingar, afpöntunar eða andstöðu með því að hafa samband við fernan@fernan.eu.

  Do NOT follow this link or you will be banned from the site!