Vantar þig túlk? Ég get hjálpað þér hvort sem þú þarft túlk fyrir ráðstefnur eða fyrir lítinn fund. Með notkun túlks getur þú talað við viðmælanda þinn og skilið hann á þægilegan máta.
Snartúlkun
Þetta er túlkun í rauntíma þar sem túlkur túlkar í klefa. Í þessum tilvikum er nauðsynlegt að ráða tvo túlka þannig að þeir geti skipst á að túlka. Hentar vel fyrir ráðstefnur, blaðamannafundi, leiðtogafundi, o.fl.
Lotutúlkun
Í þessu tilviki tekur sá sem talar pásu svo að túlkurinn geti endurtekið það sem var sagt á markmálinu. Svona túlkun er mjög viðeigandi fyrir lagaleg- og heilsusamhengi, skólafundi og í öðrum aðstæðum eins og litlum fundum.
Hvísltúlkun
Fyrir litla hópa sem túlkurinn hvíslar að svo að þeir skilji efni fyrirlestrar.
Símatúlkun
Þarftu að hringja til annars lands? Með þriggja aðila samtali geta viðmælandinn þinn, þú og ég haft samskipti. Þannig að viðmælandinn þinn og þú getið skipst á að tala á ykkar eigin tungumáli og skiljið hvorn annan á fljótlegan og skilvirkan hátt.