Túlkun

Vantar þig túlk? Ég get hjálpað þér hvort sem þú þarft túlk fyrir ráðstefnur eða fyrir lítinn fund. Með notkun túlks getur þú talað við viðmælanda þinn og skilið hann á þægilegan máta.

Snartúlkun

Þetta er túlkun í rauntíma þar sem túlkur túlkar í klefa. Í þessum tilvikum er nauðsynlegt að ráða tvo túlka þannig að þeir geti skipst á að túlka. Hentar vel fyrir ráðstefnur, blaðamannafundi, leiðtogafundi, o.fl.

Lotutúlkun

Í þessu tilviki tekur sá sem talar pásu svo að túlkurinn geti endurtekið það sem var sagt á markmálinu. Svona túlkun er mjög viðeigandi fyrir lagaleg- og heilsusamhengi, skólafundi og í öðrum aðstæðum eins og litlum fundum.

Hvísltúlkun

Fyrir litla hópa sem túlkurinn hvíslar að svo að þeir skilji efni fyrirlestrar.

Símatúlkun

Þarftu að hringja til annars lands? Með þriggja aðila samtali geta viðmælandinn þinn, þú og ég haft samskipti. Þannig að viðmælandinn þinn og þú getið skipst á að tala á ykkar eigin tungumáli og skiljið hvorn annan á fljótlegan og skilvirkan hátt.

  Senda fyrirspurn eða óska eftir kostnaðarmati


  Að fylla út þetta form skuldbindir þig ekki til neins og kostnaðarmat er ókeypis. Á virkum dögum verður svarað innan 48 klst. Það er nauðsynlegt að festa skjöl sem þú þarft þýðingu á sem viðhengi til að geta boðið þér kostnaðarmat. Einnig getur þú sent tölvupóst til fernan@fernan.eu.

  Nafn þitt (skylda)

  Netfang þitt (skylda)

  Tungumál:
  Íslenska og spænskaEnska og íslenskaEnska og spænska

  Tegund beiðni:

  Skilaboð
  Vinsamlegast skrifaðu hér allar beiðnir þínar og athugasemdir sem þú telur viðeigandi fyrir túlkunina.

  Skjal


  Í samræmi við ákvæði spænskra laga nr 15/1999, um verndun persónuupplýsinga, ert þú upplýst(ur) og samþykkir af ásettu ráði að persónuupplýsingar þínar verða í skrá Fernán González, búsettur í Burgos (Spáni), til að gera honum kleift að vinna með þær, rafrænt eða á annan hátt, til að veita þá þjónustu sem í boði er á þessari vefsíðu, að þú samþykkir að slík gögn má senda í áðurgreindum tilgangi til annarra aðila. Sömuleiðis er greint frá því að þú getur nýtt réttindi til aðgangs, leiðréttingar, afpöntunar eða andstöðu með því að hafa samband við fernan@fernan.eu.

  Fernán González - Löggiltur skjalaþýðandi úr íslensku á spænsku og íslenskukennari á Spáni