fbpx

Um mig

Fernán González Domingo Í fáum orðum: Ég fæddist og ólst upp í Burgos (Spáni) og ég bý nú á Íslandi. Ég er þýðandi og túlkur fyrir eftirfarandi tungumál: ensku, íslensku og spænsku, og ég er líka spænskukennari.

Spurningar? +34644016219 (sími og WhatsApp) +3548462553 | [email protected] | Messenger | Tímar: Má-Fö: 13:30-21:30 CET/CEST

Ef þú vilt vita meira, hér eru frekari upplýsingar:

Menntun

  • BA í íslensku sem öðru máli frá Háskóla Íslands (2012).
  • Meistaragráða í millimenningasamskiptum, túlkun og þýðingum í almannaþjónustu (enska-spænska) frá Háskólanum í Alcalá (Spáni) (2011).
  • Kennslufræði (kennsla erlendra tungumála: enska) frá Háskólanum í Burgos (Spáni) (2007). Þriðja árið var ég skiptinemi í HR og fékk kennsluréttindi sem grunnskólakennari á Íslandi 2008.

Önnur menntun: Ég lauk námskeiði í fjármálaþýðingum (enska<>spænska) hjá Legal Success í Torrejón de Ardoz (Madríd, Spáni) 2011. Ég lauk einnig efsta áfanga í ensku hjá Hinum Opinbera Tungumálaskóla í Burgos (Spáni).

Reynsla

Til viðbótar við vettvangsnám í kennslufræðináminu og æfingatúlkun í meistaranáminu í millimenningasamskiptum, túlkun og þýðingum í almannaþjónustu (snarltúlkun á 4. alþjóðalegri ráðstefnu um þýðingar og túlkun í almannaþjónustu í Háskólanum í Alcalá), hef ég unnið aðallega við tungumálakennslu.

  • Háskóli Íslands: aðstoðarmaður í verkefni um tungumálalærdóm Tungumálatorg . Þar bjó ég til blogg með efni fyrir nemendur, foreldra og kennara.
  • Fjölbrautaskólinn í Breiðholti: spænskukennari og stuðningskennari í íslensku sem öðru máli
  • Alþjóðahús: Tvítyngdur stuðningskennari (íslenska-spænska) fyrir nemendur frá 6 til 16 ára í Kólumbíuflóttamannaverkefni í samvinnu við Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða og Rauða krossinn. Þýðing á skólaskjölum og túlkun á fundum.
  • Móðurmál : Kennari í spænsku sem móðurmáli.
  • LaFlecha.Net , Burgos, Spáni: ritstjóri og þýðandi. Efni: Upplýsingatækni og vísindi fyrir almenning.

Rannsóknaráhugamál

  • Ritgerð mín í BA í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands: „Notkun upplýsingatækni í kennslu íslensku sem annars máls og viðhorf kennara til hennar“. (2012)
  • Lokaverkefni í meistaranámi mínu sem var kynnt fyrir dómnefnd við Háskólann í Alcalá ber titilinn: „Samanburður á þjálfun þýðenda og túlka í almannaþjónustu á Spáni og Íslandi“. (2011)

Áhugamál og önnur starfsemi

Fyrir nokkrum árum var ég meðlimur í netnotendasamtökunum í Burgos Zon@burgos þar sem ég var nefndarmaður. Ég hef unnið í skipulagningu tölvuleikjamóta (LAN) í Cyberjoven og Enredada. Ég tók einnig þátt í tölvuleikjafréttaneti MGON. Upplýsingatækni og tölvuleikir eru áhugamálin sem vekja mestan áhuga hjá mér.

  • Upplýsingatækni: Í fjögur ár lærði ég um vefhönnun (FrontPage, Dreamweaver, Fireworks, Photoshop, Flash, o.fl.) í tölvuskóla. Einnig lærði ég um forritunarmál (HTML, JavaScript, CSS, Visual Basic, C ++, o.s.frv) og til viðbótar lærði ég ASP og PHP sjálfstætt. Þótt að upplýsingatækni sé ekki aðalstarf mitt, þá hef ég grunnþekkingu á þessum tólum og forritunarmálum. Ég hef notað bloggkerfi í mörg ár (Blogger, WordPress og MovableType). Ég er nú að undirbúa vottun sem Microsoft Office Specialist (MOS). Ég nota Windows og Ubuntu (Linux).
  • Tölvuleikir: Árið 2002 stofnaði ég með öðrum leikmönnum tölvuleikjavef (4Unrealers, samfélag Unreal Tournament). Með tímanum hefur vefurinn orðið samfélag fyrir leikmenn mismunandi leikja. Nú á dögum er vefurinn þekktur sem Gamersmafia.

Hafa samband

Fernán González

Calle Luis Alberdi 48, 10.º A
09007 Burgos, Spáni

+354 846 25 53
+34 644 01 62 19
Fernán González - Íslenskukennari. Spænskutímar.